Back to All Events

Tónleikar - Bjartmar Guðlaugsson

  • The Freezer Háarif Rif, West Iceland (map)

Bjartmar Guðlaugsson heldur tónleika í hinu rómaða menningarsetri Frystiklefanum Rifi laugardagskvöldið 9. maí kl. 21.00. Á tónleikunum sem sem standa í 2 klst. flytur Bjartmar helstu perlur sínar og segir sögurnar á bak við lögin á sinn einstaka hátt. Þarna verða vinirnir Sumarliði og Fúll á móti, Árni Járnkarl og örugglega einhver sem beyglar munninn. Bjartmar mun líka flytja Óskalag þjóðarinnar, Þannig týnist tíminn og jafnvel einhver ný lög sem koma út á næstunni. Gestir tónleikanna eru beðnir um að nota vikuna í að hita raddböndin því það verður mikið sungið.

Miðaverð er 2.500 kr. og eru miðar seldir við innganginn.