Back to All Events

Svavar Knútur & Sasha Boole

Snæfellingar fá frábært tækifæri miðvikudagskvöldið 9. mars næstkomandi til að njóta listar úkraínska trúbadorsins Sasha Boole. Sasha er folk-kántrý söngvaskáld og er ein af björtustu stjörnum úkraínsku söngvaskáldasenunnar. Hann er mikill sagnamaður og viskíáhugamaður, leikur á fjölda hljóðfæra og hefur djúpa tengingu við Bob Dylan, Neil Young og JOhnny Cash. Sasha syngur á Úkraínsku og Ensku.

Síðustu tvö ár hafa komið út tvær plötur með Sasha Boole, "Vol. 1" og "Survival folk" og hefur hann spilað meira en 170 tónlieka í Úkraínu, Hvíta Rússlandi, Póllandi, Tékklandi og Moldavíu. Nú vill hann koma í heimsókn til Vestur Evrópu og kynna sig. 

Svavar Knútur er gestgjafi Sasha á Íslandi og býður hann velkominn með léttri upphitun.

Miðaverð: 2900 krónur.

Hér að neðan eru hlekkir á frábær myndbönd með þessum dásamlega dreng.

https://www.youtube.com/watch?v=cd4iLiMZOWk
https://www.youtube.com/watch?v=geiq5C22isM
https://www.youtube.com/watch?v=C3SrYxQ6LBw
https://www.youtube.com/watch?v=S7impdCTTP8

Endilega kíkið á síðuna hans líka: www.facebook.com/sashabooleofficial

Og hér má hlusta: www.sashaboole.bandcamp.com