Back to All Events

Samkór Kópavogs / Kópavogur Choir

SAMKÓR KÓPAVOGS heldur í söngferð á Snæfellsnesi laugardaginn 30. apríl 2016 og mun halda tvenna tónleika í ferðinni.  Fyrri tónleikarnir verða í Frystiklefanum á Rifi og hefjast kl. 14:00. Seinni tónleikarnir verða í Stykkishólmskirkju kl. 17:00 en Breiðfirðingakórinn mun einnig taka þátt í þeim tónleikum.  Samkór Kópavogs var stofnaður árið 1966 af framsæknum og söngelskum Kópavogsbúum og fagnar því  50 ára afmæli sínu nú í ár en kórinn hyggst halda upp á afmælið með ýmsum hætti.  Auk söngferðarinnar á Snæfellsnes mun kórinn halda á Íslendingaslóðir í Kanada í lok júlí og halda veglega afmælistónleika í október.

Kórinn er nú skipaður áttatíu félögum en þess má geta að nokkrir Snæfellingar eru þar á meðal. Söngstjóri kórsins er Snæfellingurinn, Friðrik S. Kristinsson sem tók við stjórn kórsins árið 2013. Mikil gróska er í starfi kórsins og hafa kórfélagar aldrei verið fleiri en nú. Samkór Kópavogs bíður Snæfellinga hjartanlega velkomna á tónleikana.

Earlier Event: April 25
Einnar nætur gaman með Ömmu Dídí
Later Event: May 5
Van Den Bear - Concert