Back to All Events

YLJA

Ylja er fimm manna indie/folk hljómsveit upprunalega stofnuð sem dúet söngvaranna Gígju Skjaldardóttur og Bjarteyjar Sveinsdóttur. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2012 og vakti strax umtalsverða athygli fyrir draumkenndar melódíur, ótrúlegar raddir og fallegan gítarsamhljóm. Ylja var tilnefnd til nýliða verðlauna ÍSTÓN árið 2012/13 og hóf í kjölfarið að spila tónleika um allt land og hefur ekki stoppað enn sem komið er. Árið 2014 tóku við töluverðar breytingar á bæði hljómsveitarskipan og sjálfri tónlistinni. Þeir Magnús Örn Magnússon og Örn Eldjárn bættust við snemma á árinu og um haustið gekk Ingibjörg Elsa Turchi til liðs við sveitina. Sameinuð gaf Ylja út sína aðra plötu árið 2014, Commotion, sem er ýfið rafkenndari og býr við mun stærri hljóðheim en sú fyrri. Bjartey og Gígja halda þó alltaf tryggð við samhljóm radda sinna og leitast alltaf við að koma aðdáendum Ylju á óvart. Þær voru báðar tilnefndar til verðlauna á ÍSTÓN 2014/15 í flokknum söngkona ársins.

Earlier Event: May 12
HERO
Later Event: May 18
HERO