Back to All Events

Teitur Magnússon & Markús Bjarnason

Í gegnum árin hefur Teitur Magnússon troðið upp með ýmsum sveitum t.a.m: Ojba Rasta, Justman og Fallegum mönnum. Nú um mundir kemur hann fram sem kapteinn á eigin flaggskipi! Teitur mun stíga á stokk og leika nýsamin og óheyrð lög sem og gljáfægðar gamlar perlur úr íslenskri hryntónlistarsögu í bland við lög af sólóplötunni 2. Sú plata hlaut fínar viðtökur, góða dóma og tilnefningar til íslensku sem og norrænu tónlistarverðlaunanna, auk þess að hljóta Kraumsverðlaun 2015. Eftir tónleikarferðir til Póllands og Frakklands er nú komið að Rifi!   

Markús Bjarnason hefur spilað með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina en kallaði sólóverkefni sitt ávallt Markús & The Diversion Sessions . Til að byrja með kom Markús einn fram með gítarinn en fljótlega var komin hljómsveit sem með tíð og tíma var kölluð The Diversion Sessions. Lagið " É bisst assökunar" sló í gegn og platan The Truth the Love the Life kom út 2015 og hafa lögin Mónóey og Decent Times verið spiluð í útvarpi af þeirri plötu. Nú eru hljómsveitarmeðlimir á leið í framhaldsnám og ýmsar áttir aðrar. Markús er því aftur komin á kreik einn með gítarinn og hyggur á tíðar ferðir um landið með tónleika og einnig aðra landvinninga erlendis. Markús er m.a. á leið í tónleikaferðalag til Þýskalands í september. Það hefur lengi verið á döfinni að koma fram í frystiklefanum á Rifi og nú er komið að því .

Earlier Event: August 19
Game 6
Later Event: August 21
Genesis