Back to All Events

Stebbi & Eyfi: NÍNA 25 ára

25 ár eru liðin síðan Stebbi og Eyfi stigu á svið í Róm á Ítalíu og fluttu óðinn um Nínu, sem er fyrir löngu búinn að festa rætur sínar í hjörtum landsmanna. Þeir halda uppá afmælið með óborganlegum tónleikum, hvar þeir flytja ógleymanleg lög úr hinum ýmsu söngvakeppnum og fara yfir þátttöku okkar í Eurovision á léttu nótunum ásamt því að flytja Stebba & Eyfa lögin, sem allir þekkja. Með þeim á sviðinu verður Þórir Úlfarsson, einn besti hljómborðsleikari, sem við Íslendingar eigum.

Earlier Event: August 26
Genesis
Later Event: August 29
Genesis - The story of creation